Leikskólinn Vesturberg er staðsettur við Vesturbraut 15 í Keflavík, Reykjanesbæ. Leikskólinn er í glænýju stórglæsilegu húsnæði sem tekið var í notkun 11.ágúst 2008. Vesturberg stækkaði úr tveggja deilda leikskóla í fjögurra deilda skóla, afar vel er búið að skólanum og er allt húsnæði og innanstokksmunir hið glæsilegasta. Í nánasta nágrenni leikskólans eru til dæmis smábátahöfnin, skessuhellir og miðbærinn sem býður uppá skemmtilegar vettvangsferðir.