FRUMKVÆÐI - VINÁTTA - GLEÐI Leikur að læra

Fréttir frá Vesturbergi

Leikur að læra

Góðan og blessaðan daginn kæru foreldrar.

Í næstu viku, frá og með 26. september,  munum við byrja aftur með foreldraverkefnin okkar. Vesturberg er Leikur að læra leikskóli. Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum 2 – 10 ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki og hreyfingu á skemmtilegan, líflegan og árangursríkan hátt. Foreldraverkefni er svo einn þáttur í þessu. Í vetur byrjið þið sem sagt alla þriðjudags- og fimmtudags morgna á örlitlu verkefni með börnunum ykkar.

Verkefnin eru tvískipt, það er eitt fyrir yngri og annað fyrir eldri. Miðað er við tvo yngri árganga og tvo eldri sem eru hljómsveit og pennahópur. Það er þó engin að segja að þú megir ekki gera bæði ☺
Öll erum við misjöfn og eitthvað sem þér finnst auðvelt getur verið erfitt fyrir mig. Þar af leiðandi eru verkefnin mislétt fyrir okkur. Sama verkefnið er á þriðjudegi og fimmtudegi, vegna þess að stundum getum við ekki alveg, þá er svo gott að fá annað tækifæri og sýna hvað maður er búin að læra ☺
Þau sem eiga auðvelt með þetta njóta þess að vera snögg og hafa gaman að.

Við hvetjum svo að sjálfsögðu foreldra til að taka þátt í hreyfingunni hverju sinni.